Bitcoin millifærslur inn á ISX

Að meðaltali tekur það skiptimarkaðinn 15-30 mínútur að móttaka Bitcoin, gefið að engir hnökrar eigi sér stað á greiðslumiðlunarnetinu. Skiptimarkaðurinn krefst þriggja staðfestinga á millifærslu Bitcoin inn á reikningsnúmer notanda á ISX. 


Bitcoin millifærslur frá ISX

Skiptimarkaðurinn greiðir út nánast samstundis allar úttektarbeiðnir notenda á Bitcoin. Í einhverjum tilvikum geta átt sér stað tafir, þar sem öryggisráðstafanir skiptimarkaðarins krefjast þess að stærri úttektir eða fjöldi smærri úttekta eru yfirfarnar. Einnig má vera að þegar mikill fjöldi notenda tekur út Bitcoin á sama tíma þarf skiptimarkaðurinn að færa Bitcoin af varasjóðsveski (cold wallet) yfir á útgreiðsluveski (hot wallet) ISX. 


Krónu millifærslur til ISX

Millifærslur frá notanda inn á bankareikning Bálka Miðlunar ehf. sem rekur ISX, gerist nánast samstundis. Hugbúnaður skiptimarkaðarins er stöðugt að vakta millifærslur inn á bankareikning Bálka Miðlunar ehf. og uppfærir ISK inneign á skiptimarkaðnum um leið og millifærsla berst.


Krónu millifærslur frá ISX

Skiptimarkaðurinn safnar saman öllum óskum um úttektir á ISK inneignum og afgreiðir þær tvisvar á dag í kringum 10:00 og 20:00 virka bankadaga. Millifærslur frá ISX koma frá bankareikningi B´ehf. og eru handfærðar til að tryggja hámarks öryggi skiptimarkaðarins.


Einu mögulegu tafirnar velta á því að bankar séu opnir og hægt sé að millifæra og engar tafir séu í millifærslukerfi íslensku bankanna. Millifærslukerfi íslensku bankanna er opið frá kl 9:00-21:00 virka bankadaga en hægt er að millifæra lágar upphæðir á öðrum tímum.


Með tíð og tíma mun svo þjónusta skiptimarkaðarins aukast og verða úttektir framkvæmdar með mun skemmri biðtíma!