Úttekt á Bitcoin

Til að taka út Bitcoin af reikningnum þarf að fara á “Taka út” síðuna. Tilgreina þarf Bitocin reikningsnúmer sem notandi vill nota til að taka á móti Bitcoin, ásamt upphæðinni sem á að senda. Vinsamlegast farið varlega og notið rétt reikningsnúmer, mælt er með senda reikningsnúmer í tölvupósti eða öðrum miðlum með copy/paste en ekki að skrifa reikningsnúmerið. Annars gætu Bitcoin-in tapast. Eftir að úttekt er staðfest þarf að staðfesta úttektina annaðhvort með tvíþátta auðkenningu eða með tölvupósti.


Skiptimarkaðurinn greiðir út nánast samstundis allar úttektarbeiðnir notenda á Bitcoin. Í einhverjum tilvikum geta átt sér stað tafir, þar sem öryggisráðstafanir skiptimarkaðarins krefjast þess að stærri úttektir eða fjöldi smærri úttekta er yfirfarinn. Einnig má vera að þegar mikill fjöldi notenda tekur út Bitcoin á sama tíma þarf skiptimarkaðurinn að færa Bitcoin af öryggis veski (cold wallet) yfir á útgreiðslu veski (hot wallet) ISX.



Úttekt á ISK innistæðu

Til að millifæra ISK innistæðu yfir á bankareikning þarf að fara inn á “úttektar” síðuna. Tilgreina þarf upphæð, bankaútibú, höfuðbók og reikningsnúmer á bankareikning sem er skráður á sömu kennitölu og notandi hefur staðfest við skiptimarkaðinn með Íslykli. Þvínæst er úttektin staðfest og skiptimarkaðurinn sendir tilmæli í heimabanka Bálka Miðlunar ehf um beiðni um millifærslu.


Skiptimarkaðurinn safnar saman öllum óskum um úttektir á ISK inneignum og afgreiðir þær tvisvar á dag í kringum 10:00 og 20:00 virka bankadaga. Millifærslur frá ISX koma frá bankareikningi Bálka Miðlunar ehf. og eru handfærðar til að tryggja hámarks öryggi skiptimarkaðarins.


Einu mögulegu tafirnar velta á því að bankar séu opnir og hægt sé að millifæra og engar tafir séu í millifærslukerfi íslensku bankanna. Millifærslukerfi íslensku bankanna er opið frá kl 9:00-21:00 virka bankadaga en hægt er að millifæra lágar upphæðir á öðrum tímum.

Með tíð og tíma mun svo þjónusta skiptimarkaðarins aukast og verða úttektir framkvæmdar með mun skemmri biðtíma!