Bitcoin er í senn tveir hlutir, greiðslumiðlunarnet sem notar internetið til millifærslna og svo einingin Bitcoin sem er gjaldmiðill.



Stutta útgáfan fyrir nýja notendur!

Það sem nýjir notendur þurfa er tölva eða snjallsími og veski, sem er forrit sem hægt er að nota bæði í tölvum og snjallsímum. Veskin halda utan um eitt eða mörg reikningsnúmer fyrir Bitcoin myntina. Reikningsnúmer má sýna og senda öðrum sem vilja leggja Bitcoin inn á veskið, virkar svipað og tölvupóstur, allir geta sent þér Bitcoin á reikningsnúmerið en þú getur bara sent út af reikningsnúmerinu í veskinu.

Hægt er að ná í veski fyrir Bitcoin hér.


Inneign og blokkarkeðjan

Bitcoin byggir á blokkarkeðju tækninni, sem er deild skrá sem inniheldur allar millifærslur í greiðslumiðlunarnetinu. Þetta þýðir að allir sem nota Bitcoin og halda úti veski hafa í tölvum sínum eitt eintak af millifærsluskránni. Allar staðfestar millifærslur eru á þessari deildu skrá og er skráin uppfærð með nýjum hlekk eða blokk á 5 mínútna fresti af tölvum, sem vinna fyrir greiðslumiðlunarnetið með námuvinnslu og greiðsluhirðingu. Þessi deilda skrá yfir millifærslur tryggir að allir þáttakendur viðurkenna og staðfesta inneignir allra notenda.


Millifærslur - persónulegir lyklar

Millifærslur Bitcoin úr einu veski til annars teljast gildar þegar námuvinnsla hefur staðfest millifærsluna. Bitcoin veski halda utan um reikningsnúmerið, sem inniheldur hversu mikið af Bitcoin er til staðar á veskinu. Veskin halda líka utan um persónulegan lykil, sem er einskonar lykilorð fyrir veskið. Þessi persónulegi lykill er stærðfræðilega tengdur reikningsnúmerunum og verður að vera til staðar til að færa Bitcoin af reikningsnúmeri í veskinu yfir á annað reikningsnúmer í öðru veski.


Greiðsluhirðing - námuvinnsla

Tilgangur námuvinnslu er að staðfesta millifærslur og að tryggja að allir á Bitcoin netinu hafi sama eintak af deildu skránni, sem inniheldur allar millifærslur. Námuvinnsla er opin öllum og er haldið uppi af hundruðum eða þúsundum óháðra aðila. Þegar millifærsla á sér stað útvarpar Bitcoin veskið tilkynningu á internetið um millifærsluna og sönnun þess að persónulegi lykilinn heimilaði millifærsluna. Námuvinnslutölvur og öll veski allra notenda eru stöðugt að hlusta á þessar tilkynningar. Námuvinnslutölvur safna tilkynningunum saman og bæta þeim í næstu blokk á 10 mínútna fresti, sem er staðfestingin á að millifærslan er gild. Veski móttakanda hlusta líka á þessa útvörpun millifærslna og meðtekur að óstaðfest millifærsla sé að bíða staðfestingar. Öll veski uppfæra síðan deildu skránna um leið og námuvinnslutölvur staðfesta að ný blokk sé tilbúin, sem staðfestir millifærsluna í veskinu.


Til að tryggja að einungis eitt eintak sé í umferð af deildu millifærsluskránni er innbyggt í Bitcoin ákveðin keppni sem námuvinnslutölvur taka þátt í. Keppnin felur í sér að leysa dulritunarþraut, þ.e. giska á tölur sem aflæsa dulritunarvandamáli, sem er tengt síðustu blokk sem var á undan í deildu skránni í Bitcoin keðjunni. Sú námuvinnslutölva sem vinnur þetta kapp útvarpar á internetið lausninni á þrautinni, sem allar aðrar námuvinnslu tölvur sjá strax að er rétt lausn. Tölvan fær þann heiður að pakka saman þeim millifærslum, sem hún hefur meðtekið síðustu 5 mínuturnar, í nýjan hlekk eða blokk í deildu skránna. Námuvinnslutölvan fær verðlaun 6.25 BTC fyrir að leysa þrautina og fyrir að senda öllum veskjum á netinu nýjustu blokkina í keðjunni. Allar aðrar námuvinnslutölvur, sem og almenn veski verða að sækja nýja hlekkinn eða blokkina í deildu skránna. Námuvinnslutölvur hefja aftur kapphlaupið og byrja á næstu þraut.


Með þessu kappi námuvinnslutölva er einungis ein deild millifærsluskrá í umferð hjá öllum notendum Bitcoin.


Nánara ýtarefni, fyrir þá sem vilja kafa ofan í tæknina

Þessi yfirferð á virkni Bitcoin nær einungis að skrapa yfirborðið á þessari nýju tækni og öllum þeim möguleikum sem Bitcoin hefur fram að færa. Til að fá nánari lýsingar á tækninni og hagfræðilegum eiginleikum Bitcoin er ágætt að skoða upplýsingar á heimasíðunni Bitcoin.org.


Bitcoin byggir á Bitcoin og til að fá gleggri mynd af Bitcoin er tilvalið að lesa upphaflegu greinina hans Satoshi Nakamoto, sem er höfundur Bitcoin á https://bitcoin.org/bitcoin.pdf.