Þegar notandi setur inn kaup- eða sölutilboð á Bitcoin mun hugbúnaðurinn á bak við vefsíðuna reyna að para magn Bitcoin í tilboðinu á móti öðrum kaup- eða sölutilboðum, sem eru til staðar á skiptimarkaðnum. Ef nóg er af kaup- eða sölutilboðum á markaðnum á sömu verðum eða hagstæðari en tilboð notandans, eiga viðskipti sér stað á þeim verðum og í því magni sem markaðurinn sýnir. Ef ekki er nóg af kaup- eða sölutilboðum á markaðnum til að fylla tilboð notandans verður eftir kaup- eða sölutilboð á markaðnum, þegar um er að ræða fast verðtilboð, sem þá aðrir notendur geta gengið að síðar. 


Ef valið er kaup- eða sölutilboð á “markaðsverði” mun hugbúnaður skiptimarkaðarins stöðugt breyta verði tilboðsins en ekki magni, þannig að tilboðið verður alltaf á markaðsverði.


Öll útistandandi kaup- eða sölutilboð notandans eru sýnilegt notandanum, sem og öðrum notendum skiptimarkaðarins. Notandinn getur síðan eftir hentisemi fjarlægt eða breytt sínum eigin tilboðum.