Til að breyta eða eyða opnum kaup- eða sölutilboðum þarf að fara á undirsíðu ISX “opin tilboð”


Eyða út tilboði

Þegar notandi er á undirsíðunni “opin tilboð”, þarf einfaldlega að þrýsta á´”x” í hægra horni tilboðsins ef þú kýst að eyða því.


Breyta tilboði

Þegar notandi er á undirsíðunni “opin tilboð” þarf að smella á pensil takkann hægra megin við tilboðið til að gera breytingar á tilboðinu. Þú munt við þetta flytjast á undirsíðu til að tilgreina hvaða breytingar eiga að verða á tilboðinu. Að breytingum loknum skal smella á “Breyta tilboði” til að staðfesta breytingar.


Við að breyta tilboði, t.d. verði eða með því að velja “markaðsverð” geta breytingarnar orðið til þess að viðskipti eiga sér stað á markaðnum.