Tilboðsbók er listi yfir öll opin kaup- og sölutilboð sem eru til staðar á skiptimarkaðnum, sem notendur geta gengið að til að eiga viðskipti. Kauptilboð sýnir þau tilboð sem hægt er að ganga að til að kaupa og sölutilboð eru þau tilboð sem hægt er að ganga að til að selja. Kauptilboð með hæsta verðinu eru efst í listanum og verða þau fyrst slegin í viðskiptum, þar sem notandi vill kaupa. Sölutilboð á lægsta verðinu verða efst á lista sölutilboða og verða þau fyrst slegin í viðskiptum, þar sem notandi vill selja. 


Línurit á síðunni er kallað dýptar línurit eða depth chart . Þetta línurit sýnir uppsafnað magn Bitcoin á tilgreindu verði fyrir bæði kaup- og sölutilboð skiptimarkaðarins.