Bitcoin er í senn tveir hlutir. Bitcoin er greiðslumiðlunarkerfi, sem notar internetið “p2p network” til að millifæra eininguna Bitcoin, sem er gjaldmiðill. Geiðslumiðlunarkerfið þarf ekki banka eða aðra milliliði til að senda verðmæti á milli aðila. Greiðslumiðlunarkerfið er dreift, “decentrilized”, sem þýðir að margir aðilar sjá um að halda utan um greiðsluhirðingu. Greiðslumiðlunarkerfið nýtir því alla sem halda kerfinu uppi, með reikniafli tölva, til að koma millifærslum á milli aðila. 


Seðlabankar og aðrir bankar geta ekki búið til meira af Bitcoin, heldur fá þeir aðilar sem halda uppi greiðslumiðlunarkefinu, kallað námuvinnsla, nýja Bitocin mynt í verðlaun fyrir að sinna verkefninu. Núna fá námuvinnslu aðilar 6.25 Botcoin á u.þ.b. 10 mínútu millibili í verðlaun fyrir hverja blokk, sem þeir finna í keðju Bitcoin. Á hverjum 4 árum helmingast svo verðlaunin og verður síðasta myntin unnin með námuvinnslu í kringum árið 2140, þegar endanlegt upplag Bitcoin nær hámarki 21.000.000 einingar.