Sjálfkrafa við skráningu er öryggi skiptimarkaðarins stillt þannig notandi þarf að staðfesta með tölvupósti flestar viðkvæmar aðgerðir markaðarins, t.d. við úttektir og breytingar á stillingum. Mælt er með því að notendur virkji tvíþátta auðkenningu með Google Authenticator með snjallsímum sínum.


Hægt er að setja upp tvíþátta auðkenningu á “öryggi" síðunni á reikningnum þínum.


Tæknimenn og kerfisstjórar skiptimarkaðarins eru stöðugt að fylgjast með öryggi viðskiptavina. Ef að þú telur að öryggi reikningsins þíns sé ógnað á einn eða annan máta vinsamlegast farðu á “stillingar” síðuna og smelltu á hnappinn “Gera reikninginn minn óvirkan”. Þú getur síðar aflæst reikningnum á sömu síðu.


Það er mjög mikilvægt að vita að ISX mun aldrei biðja þig um að senda upplýsingar um reikninginn þinn í tölvupósti, t.d. lykilorð eða notendanafn eða tvíþátta auðkenningarnúmer úr Google Authenticator.  Skiptimarkaðurinn mun aldrei senda hlekk á þig í tölvupósti, þar sem óskað er eftir notendaupplýsingum.  


Passaðu að nota alltaf örugga innskráningu gegnum http://isx.is/login.php.