Með því að virkja tvíþátta auðkenningu bætist við öryggislag í notkun þinni á ISX til viðbótar við notendanafn, lykilorð og auðkenningu um tölvupóst. Tilgangur tvíþátta auðkenningar er að koma í veg fyrir þjófnað á fjármunum notenda, þar sem óviðkomandi aðili kemst yfir lykilorð notandans og/eða tölvupóst hans. Því þarf bæði að komast yfir lykilorð og/eða tölvupóst notandans og hafa yfirráð yfir snjallsíma hans með tvíþátta auðkenningunni, sem í raun kemur í veg fyrir þjófnað af reikningi notandans yfir netið. Tvíþátta auðkenning er því liður í því að koma í veg fyrir að vírusar og tölvuormar, t.d. keylogers, nái að nýta notendaupplýsingar til þjófnaðar af ISX.


 

ISX notar Google Authenticator til tvíþátta auðkenningar. Notendum er bent á að ná í Google Authenticator í snjallsíma eða snjalltæki, t.d.  Android, iPhone/iPad.


 

Athugið að ef þú tapar símanum þínum er hægt að setja upp Google Authenticator aftur á nýjan snjallsíma en til þess þarftu leyninúmer, sem þér er boðið að skrifa niður þegar þú virkjar þjónustuna.