Til þess að leggja ISK inneign inn á ISX þarftu að millifæra inn á bankareikning Skiptimyntar ehf. af bankareikningi sem er tengdur kennitölunni þinni. Skiptimarkaðurinn mun svo para saman kennitöluna þína við Íslykils kennitöluna, sem þú auðkenndir þig með við skráningu, og uppfæra ISK inneign þína í samræmi við millifærsluna.


Til þess að taka ISK inneign út af ISX þarftu að skrá inn á hvaða bankareikning þú vilt nota. Athugið að bankareikningurinn verður að vera tengdur þinni kennitölu!