ISK inneign

Notendur geta lagt íslenskar krónur inn á bankareikning Skiptimynt ehf. sem er rekstraraðili ISX. Þær bankaupplýsingar má nálgast með því að fara á  “Leggja inn” síðuna. Þegar millifærslu er lokið parar skiptimarkaðurinn kennitölu þess sem leggur inn á reikninginn við kennitölu notenda og uppfærir ISK inneign hanns á skiptimarkaðnum. Út af þessu ferli er aðeins hægt að leggja inn frá bankareikning sem er í eigu sama aðila og er skráður fyrir reikningnum á ISX. Ef kennitala þess sem leggur inn á bankareikning Skiptimynt ehf. er ekki til í gagnagrunni ISX verður fjárhæðin millifærð til baka á þann reikning sem hún kom frá.


Auroracoin

Notendur geta lagt Auroracoin inn á ISX með því að fara á “Leggja inn” síðuna. Þar er tilbúið Auroracoin reikningsnúmer sem er tengt notandanum. Notandi getur valið að skanna QR kóða með snjallsímum til að nýta snjallsíma til að millifæra eða afrita reikningsnúmerið og nýta það í öðrum Auroracoin veskjum til millifærslu.


Hægt er að fá nýtt Auroracoin reikningsnúmer einu sinni á sólarhring ef notandi óskar þess.