Efir að notandi hefur fjármagnað reikninginn sinn með annaðhvort ISK eða Bitcoin inneign er hægt að eiga viðskipti með myntirnar á undirsíðunni “kaupa/selja”.

Það eru tvær tegundir viðskipta:

  • Kaupa (bid): Kauptilboð eru fyrirmæli um að vilja skipta ISK fyrir Bitcoin.

  • Selja (ask): Sölutilboð eru fyrirmæli um að vilja skipta Auroracoin fyrir ISK.


Í báðum tilvikum þarftu að slá inn upphæð Bitcoin sem á að kaupa eða selja. Þegar þú smellir á takkann til að kaupa eða selja verður þér sýnt yfirlit yfir tilboðið. Þú getur ákveðið að staðfesta tilboðið eða hætta við.

  • Tilboð á markaðsvirði fá sjálfvirkt hagstæðasta kaup- eða sölutilboð sem er í boði á markaðnum.

  • Áður en tilboð fara á markaðinn er notandanum alltaf sýnt yfirlit yfir tilboðið, þar sem magn, verð, þóknun og keypt eða selt magn kemur fram.

  • Alltaf er hægt að breyta eða eyða opnum tilboðum, svo framarlega sem aðrir notendur hafa ekki gengið að þeim.

Þegar notandi velur að kaupa eða selja á markaðsverði mun ISX sjálfvirkt aðlaga verð tilboðsins að núverandi markaðsverði, þó svo það sé í sífellu að breytast og framkvæma í kjölfarið viðskiptin.